Mér finnst tilfinningalega vanta að blaðamenn skrifi nöfnin sín undir þær fréttir sem þeir vinna. Þá vita allir hver hafi skrifað allar þessar vitlausu fréttir og "ekki-fréttir" eins og þessa. Því ég trúi því ekki að nokkur heilvita blaðamaður/kona myndi senda frá sér þessa frétt ef hann/hún þyrfti líka að láta tengja sig við hana.
Það fyrir utan var ég giftur danskri hér um árið og hefði það samband verið skemmtilegri lesning fyrir þá lesendur sem hafa gaman að volæðisfréttum......... en það er kannski meira fyrir Stephen King að skrifa um það en fyrir mbl.is
Giftist inn í indverska fjölskyldu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 6.4.2008 | 20:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ófærð á bílastæði ? ? ? ? ?
Ég gat ekki annað en hlegið þegar ég sá þessa fyrirsögn. Hvað eru blaðamenn mbl.is að hugsa ? Hvers konar grunnskólablaðamennska er þetta að verða (með fullri virðingu fyrir grunnskólablaðamönnum) ?
Ófærð á bílastæði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 27.3.2008 | 18:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Að loka Ártúnsbrekkunni hefur mjög eftirtektarverð áhrif, en bitnar líka mjög á þeim sem þurfa að sækja börn í leikskóla eða komast heim til barnanna og þar af leiðandi verða margir á móti þessum bílstjórum.
Ég held þeir ættu frekar að loka aðkeyrslum að olíufélögunum og leggja fyrir bílastæði Alþingismanna, en ekki trufla okkur hin sem einnig líðum undir þessu verðlagi.
Vörubílstjórar stöðva umferð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 27.3.2008 | 15:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Vantar ekki eitt "var" í þessa fyrirsögn ? Eða er mbl.is bara orðið eins og æsifréttablöðin, skrifa vitlausar fyrirsagnir til að trekkja að lesendur ? Það er stór munur á fyrirsögninni
"Rowling þunglynd og í sjálfsvígshugleiðingum"
og
"Rowling var þunglynd og í sjálfsvígshugleiðingum"
En þetta voru bara mínar hugleiðingar... þó ekki sjálfsvígshugleiðingar
Rowling þunglynd og í sjálfsvígshugleiðingum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 23.3.2008 | 21:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ég er eflaust ekki einn um að finnast dómar hér á landi vera komnir út úr öllu samhengi við raunveruleikann. Hvað eru dómarar landsins að hugsa ?
Ég þekki að vísu ekki aðrar forsemdur þessa dóms en þær sem koma fram í blaðinu. En þar stendur skýrt að ekki hafi það verið ásetningur stúlkunnar að slasa kennarann heldur vildi hún skella á eftir sér rennihurðinni (ef hægt er að skella aftur rennihurð). Þar af leiðandi finnst mér þetta vera slys af gáleysi. Og það stendur að skólinn sé sýknaður því dyrastoppari hefði engu breytt í þessu tilviki. Þar sem þetta er skóli og börn hugsa ekki alltaf rökrétt, þá hefði barn alveg eins getað orðið þarna á milli og þar með er þessi hurð slysagildra. Og það finnast hurðarpumpur á rennihurðir alveg eins og á venjulegar hurðir.
Ég er hjartanlega sammála mörgum af þeim sem blogga, að unglingar í dag (segja þeir ekki alltaf þetta sem eru komnir yfir þrítugt) eru margir hverjir illa upp aldir og þess vegna er þörf á því að sýna fordæmi. En ÞETTA er ekki rétt fordæmi.
Hér á landi er fólk lamið illa t.d. í miðbænum, stungið með hnífum, missir tennur og hvernig hljóma þeir dómar ? Frá 100.000 kr. í skaðabætur og sjaldan yfir milljónina.
Myndi skilja að dæma foreldra þeirra unglinga sem ganga um vísvitandi og slasa fólk, sbr. stúlkna-gengið sem við höfum lesið um nokkrum sinnum á undanförnum mánuðum. Og ekki man ég til þess að foreldrar þeirra stúlkna þurfi að selja ofan af sér húsnæðið til að borga fyrir dæturnar.
Og fyrir nokkrum dögum les maður um dóm þar sem þrír menn fengu eftir að hafa ráðist vísvitandi á lögreglumenn að störfum. Einn þeirra fékk 60 daga skilorðsbundið fangelsi og 2 voru sýknaðir. Samt sem áður er sannað að þeir hafi vísvitandi ráðist á, slegið og sparkað löggæslumenn. Ekki voru þeir dæmdir til miskabóta uppá fleiri milljónir.
Fórnarlömb nauðgunar og kynferðisafbrota fá kannski 200.000 kall ef vel liggur á dómaranum.
Nei mér finnst að þessir dómarar ættu að koma niður úr fílabeinsturninum sínum og reyna að skilja hvernig þjóðfélagið er uppbyggt og hvað sé refsivert og hvað ekki. Og hvenær munum við, fólkið í landinu, gera eitthvað í þessu ? Halda mótmæli fyrir utan Héraðsdóm eða Hæstarétt ? Aldrei, við erum of góðu vön til að standa úti með skilti og mótmæla óréttlæti. Við höfum ekki tíma til þess því við þurfum að vinna fyrir jeppanum og nýja sófasettinu og svo eigum við auðvitað pantaðan tíma í klippingu og þarmahreinsun. En við erum andskoti góð í að dæma aðra á bloggsíðum landsins.
Þetta er einum of mikið. Ekki nóg með að konan eigi barn sem er veik, heldur er hún sett á hausinn af hinu opinbera. Guð hjálpi henni.
Dæmd til að greiða kennara 10 milljónir í bætur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 14.3.2008 | 14:40 (breytt kl. 14:46) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Íslenska ríkisstjórnin lýsti í dag neyðarástandi eftir að spenna vegna umdeildra forsetakosninga braust út í blóðugum átökum í Reykjavík, á milli stuðningsmanna Ástþórs Magnússonar og sérsveitar lögreglu, björgunarsveitarinnar Landsbjargar og Landhelgisgæslunnar.
Neyðarástandið verður í gildi í borginni til 20. mars, samkvæmt tilskipun sem Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, gaf út.
Mótmælendur köstuðu eldsprengjum og grjóti á lögreglu sem svaraði með því að beita táragasi. Einnig skutu lögreglumenn af byssum upp í loftið. Eldur var borinn að bílum og fólk lét greipar sópa í verslunum í miðborginni. 250 hafa verið handteknir, þar af 3 fyrir ölvunarakstur
Neyðarástandi lýst í Armeníu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 2.3.2008 | 02:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Látnum fjölgar eftir sjálfsvígsárás í Írak | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 24.2.2008 | 18:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Það er jú þessi sívinsæla umræða um reykingarbannið ? Nú hefur verið mikið í umræðunni að endurskoða þurfi þessi reykingarlög. Mér finnst það líka allt í lagi því þau hafa alls ekki verið þaulhugsuð heldur bara hent fram af einhverju "ekki-reykingarfólki".
Það eina sem var þaulhugsað var að láta þau ganga í gildi 1. júní. Þá er veðrið farið að skána og sumarið rétt að byrja. Ef reykingarbannið hefði tekið gildi 1. janúar, hefði Alþingi endað á þrettándabrennu.
En það er ekki bara að ég vorkenni þeim sem þurfa að hírast utandyra og sjúga þetta eitur í lungun, heldur er ég viss um að reykingarlögin bitni mest á "ekki-reykingarfólki". Ég mæli með því að það verði gerð athugun á því hversu mörgum sinnum fleiri veikindadagar hafa verið í ár, miðað við undanfarna vetur. Þetta aumingja fólk sem reykir, sem hafa verið fóðruð með tóbaki af ríkinu í fjöldan allan af árum, þarf núna að fara út fyrir hússins dyr til að reykja, og oftar en ekki í trekk, kulda og vosbúð. Síðan fer það aftur inn í hitann. Þetta er skólabókardæmi um hvernig best er að verða veikur. Og þegar reykingarfólkið verður veikt, hver er þá eftir til að vinna vinnuna þeirra ? "Ekki-reykingarfólkið" !!! Þessi heilbrigðu !!!
Ég viðurkenni að ég er einn þeirra sem stend utandyra nokkrum sinnum á dag og reyni að finna mér húsvegg sem er í meira skjóli en aðrir. Og þar sem ég vinn erum við fjölmörg sem hímum þarna. Ég er ekki að sjá að reykingarbannið sé að hjálpa fólki að hætta að reykja, þvert á móti. Það gerir fólki bara erfiðara fyrir, það tekur lengri tíma að fara og reykja og það bitnar á vinnunni. Svo á meðan ríkið selur þennan andskota og hann er löglegur, þá finnst mér óhæft að þeir setji svona lög.
Þegar reykingarfólk hefur ekki aðstöðu til að iðka þennan löst, þá verða þeir að reykja þar sem þeir geta. Ég veit að þrátt fyrir að það séu öskubakkar úti allt í kringum minn vinnustað, þá eru einnig ógrynni af stubbum út um allt. Og fólk hefur eingöngu einn griðastað eftir til að reykja innandyra, það er á eigin heimili... og á hverjum bitnar það ? Það bitnar á öðrum fjölskyldumeðlimum. T.d. börnum. Ég veit um fjölda dæma þar sem fólk gat reykt í lokuðu reykherbergi í vinnunni, við afslappandi aðstæður og hafði því ekki sömu þörf fyrir þessa "slappa-af-sígarettu". En með þessum lögum, þá kemur fólk stressað heim eftir vinnudaginn og sest svo niður í rólegheitunum og nýtur þess að slaka á með sígó og kaffi. Því það er jú staðreynd að áhrif reykinga hafa slakandi áhrif á líkamann... hvort sem það er óhollt eða ekki.
Að lokum spyr ég;
Reykingar eru óhollar !!! Já, það vita allir sem reykja. Alkóhól er líka óhollt, einnig selt af ríkinu og ekki er það bannað ??? Hvers vegna er það ?
Ég hef séð mörg slagsmálin í miðbæ Reykjavíkur vegna áfengis, ég hef séð mörg heimili fara í rúst vegna notkunar á áfengi og ég hef séð mörg dauðsföll sem rekja má til áfengisnotkunar.
En ég hef EKKI séð fólk fá aukna slagsmálaþörf af því það fékk sér sígó. Og ég hef ekki heldur séð fólk skilja eða drepa hvort annað því þörfin til þess var of mikil eftir heilan pakka af Winston.
Mér finnst öll hugsun í þessum lögum vera undarleg og algjörlega óhugsuð. Ef þeir vilja banna reykingar, þá banna þeir líka sölu á tóbaki. Svo er áfengið næst því við höfum jú ekki vit fyrir okkur.
Svo tökum við lottó og happdrættin því þau gætu líka eyðilagt einhverja og að endingu bönnum við bíla því það meiðast svo margir af þeirra völdum.
Fyrst þá fer þetta að verða gott.
Vilja leyfa reykingaherbergi á skemmtistöðum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 12.2.2008 | 15:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Já þið meinið ? Er það bara ég sem á orðið erfitt með að skilja fréttaflutning mbl.is. Hérna er smá kafli úr fréttinni.
Einstök lyf eru þó mun dýrari hér og önnur mun ódýrari, auk þess sem gengismunur á hverjum tíma hefur áhrif. Sem dæmi má nefna að daginn sem verðsamanburðurinn var gerður kostuðu 30 töflur af Casodex, hormónalyfi sem er algengt í krabbameinsmeðferð, sem svarar til 56.672 króna í Danmörku en 48.514 krónur á Íslandi. Þar er verðmunurinn 8.158 kr. íslenskum apótekum í vil.
Eins og sjá má er þetta lyf ódýrara á Íslandi en í Danmörku þrátt fyrir að þeir byrji greinina á að einstök lyf séu dýrari hér og sem dæmi má nefna. En svo kemur næsti kafli...
Aftur á móti kostuðu 98 töflur af Simvastatin, lyfi sem er blóðfitulækkandi, sem svarar 604 krónum í Danmörku en 4239 krónur á Íslandi. Þær eru með öðrum orðum 3635 krónum dýrari hér en í Danmörku.
Bíddu nú við. Að þeirra sögn er þetta LÍKA ódýrara á Íslandi, enda eru 604 DKK tæpar 7000 ISK.
Sem sagt... tekstinn byrjar á því að sýna mun, þ.e. að sum lyf eru ódýrari hér og önnur ekki, en enda svo á að sýna tvö lyf sem bæði eru ódýrari hérlendis.
mbl.is... takið ykkur á, ráðið blaðamenn eða einhverja sem geta skrifað heila setningu án þess að skipta um skoðun.
Segja dýrustu lyfin ódýrari á Íslandi en Danmörku | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 4.2.2008 | 12:38 (breytt kl. 13:22) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Flugfreyjur mótmæla sápuóperu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 22.1.2008 | 00:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Bloggvinir
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar