Klónaða Skjóna

KlónaSkjóna

Það mátti lesa í morgunblaðinu að bandaríska matvæla og heilbrigðiseftirlitið hefði gefið út yfirlýsingu þess eðlis að kjöt og mjólkurvörur af klónuðum dýrum standist öðrum afurðum fullkomlega.  Það vakna að sjálfsögðu upp margar spurningar eftir að hafa lesið þessa grein.  

Dæmi:

Íslenskur kotbúi á eina kú og eina rollu og lætur klóna þær og þegar klónuðu dýrin ná þeim aldri að gefa af sér afurðir, þá brytjar hann þær fyrri niður handa fjölskyldunni.  Síðan klónar hann klónuðu dýrin og þegar þau ná þeim aldri að þau gefi af sér afurðir, þá fara fyrri klónin sömu leið á diskinn, og svo koll af kolli.  

 Er hægt að klóna dýr af klónuðum dýrum og ef svo, er það þá hægt út í það endalausa ?  Eða eru dýrin eins og gömlu VHS spólurnar ?  Þegar gerð hefur verið "kópía" af "kópíunni" þá hafa gæðin versnað um þriðjung.

 Og ef maður hefur heila hjörð sem öll eru klónuð af sama dýrinu, fær maður þá bara landbúnaðarstyrk fyrir fyrirrennarann, þar sem þetta eru jú í raun, eitt og sama dýrið ?

Tala nú ekki um þegar byrjað verður að klóna fólk.  Gæti ég þá látið klóna mig og arfleitt sjálfan mig af öllum mínum auðæfum án þess að borga ríkinu erfðaskatt þar sem ég og ég erum sama persónan ?  

Já, það er margt skrýtið í kýrhausnum 

 

 


mbl.is Afurðir einræktaðra dýra sagðar jafn hollar og afurðir annarra dýra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband