Á hverjum einasta vinnustað landsins er að vinna starfsmenn með mislangan starfsferil. Og á öllum vinnustöðum er að finna fólk sem elskar vinnuna sína. Þessir starfsmenn hafa þekkingu sem er ekki hægt að meta að verðleikum.
Ég er fyrrverandi tæknimaður hjá RÚV - sjónvarp. Mér þykir rosalega vænt um þessa stofnum og enn vænna um starfsfólkið þar. Þeir eru ekki margir vinnustaðirnir geta státað af undirborguðu en samt ánægðu starfsfólki. Ég er ekki nýr í tæknimálum, en það er svo ótrúlega mikil vitneskja sem býr í nokkrum starfsmönnum RÚV. Sem dæmi má nefna hef ég margsinnis kafað í viskubrunn Jan Murtoma tæknimanns útvarps, Friðgeirs Axfjörð deildarstjóra á Ampex, Georgs Magnússonar, tæknimanns útvarps og Ólafs Ragnars, tæknistjóra sjónvarps. Þessir menn eru snillingar á sínu sviði og langt út fyrir það. Fyrir okkur hina, þessa venjulegu, er nauðsynlegt að halda í svona menn.
Að Jan Murtoma hafi verið rekinn er hægt að furða sig á. En það eru aðrir aðilar með lengri starfsreynslu eins og Ágúst á vefnum og Ásta í leikmynda / grafíkdeild, sem einnig fengu að taka pokann sinn. En ástæðan fyrir því að þetta hæfileikaríka fólk hafi verið látið fara hefur einfalda skýringu.
Þegar jaxl eins og Jan Murtoma er rekinn, er það einungis til að senda þau skilaboð til hinna reynslujaxlanna hjá RÚV, að enginn er óhultur. Haltu þig á mottunni eða þú ert næstur. Hörð skilaboð og köld sannindi.
Og eins og í flestum fyrirtækjum sem eru illa rekin, þá á að skipta út stjórnendum og ekki starfsmönnum. Ekki nema að sýnt sé að þau séu ekki að vinna vinnuna sína. Hvernig á stjórnandi að geta stjórnað her sínum, ef hann hefur sjálfur hent út stórskotaliðinu og heldur fótgönguliðunum. Ég bara spyr.
Hvenær ætla starfsmenn að hætta að benda á hvorn annan og væla yfir því að hinn eða þessi sé með meira í laun en þeir sjálfir og standa saman. Sýna fram á að þeir geti staðið saman, hvaða deild sem þeir nú tilheyri og sýna stjórnendum RÚV og stjórnmálamönnum að þeir sætti sig ekki við þetta. Mig minnir að starfsmenn Danmarks Radio hafi farið í setuverkfall þegar þar var sagt upp um 80 tæknimönnum því nýja sjónvarpshúsið fór of langt framúr kostnaðaráætlun.
Ef þú ert með hálfsokkið skip á miðju Atlantshafi og veist að það á bara eftir að sökkva meira, skiptir þá máli hvort skipstjórinn hafi 400.000 eða 1.400.000 í laun ? Það er eflaust hægt að finna hæfari stjórnenda en Pál Magnússon fyrir minni pening (og færri bíla) en hann fær.
Hvar er ábyrgð stjórnenda ???
SAMSTÖÐU OG SETUVERKFALL !!!
Starfsmenn Rúv boða til funda | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggvinir
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.