Nú veit ég ekki hvernig þeir athuga verð erlendis, en þar sem ég bý í Danmörku, veit ég að hér kostar enginn mjólkurlítri 150 ísk. Hér (ólíkt á klakanum) eru fleiri en einn framleiðandi á mjólk. Dýrasta mjólkin er frá Arla og kostar um 7 - 7.50 danskar sem eru í dag um 120 - 125 íslenskar. Við kaupum mjólk á tæpar 6 krónur danskar sem eru í dag 99 íslenskar.
Og annað sem gleymist, en það er að hér kostaði mjólkin líka 6 kr. í janúar en þá voru það 66 kr. íslenskar. Og svo reyna þeir að telja fólki trú um að vörur annarsstaðar í heiminum séu dýrari en á Íslandi. Það er íslenska krónan sem féll. Það er íslenska krónan sem er orðin verðminni.
Það er ekki bara undarlegt að halda því fram að fall krónunnar hafi gert það ódýrara að lifa á Íslandi, heldur er það hrein lygi. Það er eins og að segja að bílar séu ódýrari á Íslandi í dag en í öðrum löndum. Bíll sem kostaði 50.000 evrur í janúar, kostaði 4.000.000 íslenskar. Og að halda því fram að nú sé þessi bíll dýrari í Evrópu en á Íslandi. Þessi sami bíll kostar ennþá 50.000 evrur hér en kostar í dag 6.200.000 íslenskar. Þetta er meira en út í hött. Þetta eru hreint og beint lygar.
Takið ykkur saman og hættið að reyna að blekkja fólkið í landinu. Það er dýrt og verður aðeins dýrara að búa á Íslandi.
Svo má einnig reikna út eftir kaupmætti og þá held ég að íslenska mjólkin sé ein sú dýrasta í Evrópu.
Guð hvað ég er feginn að vera fluttur burt.
Er ódýrasta mjólkin á Íslandi? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Bloggar | 2.8.2008 | 12:02 (breytt kl. 12:05) | Facebook
Bloggvinir
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Já mín námslán hafa hækkað úr 165þ í 250þ á samatíma og mjólkur verðið hefur staðið í stað í Danmörku
En mjólkin hefur hækkað úr 74 í 90 krónur á skerinu. hafa launin hækkað jafnmikið?
Rúnar Ingi Guðjónsson, 2.8.2008 kl. 12:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.