Hvaðan koma dómarar landsins ?

Ég er eflaust ekki einn um að finnast dómar hér á landi vera komnir út úr öllu samhengi við raunveruleikann.  Hvað eru dómarar landsins að hugsa ? 

Ég þekki að vísu ekki aðrar forsemdur þessa dóms en þær sem koma fram í blaðinu.  En þar stendur skýrt að ekki hafi það verið ásetningur stúlkunnar að slasa kennarann heldur vildi hún skella á eftir sér rennihurðinni (ef hægt er að skella aftur rennihurð).  Þar af leiðandi finnst mér þetta vera slys af gáleysi. Og það stendur að skólinn sé sýknaður því dyrastoppari hefði engu breytt í þessu tilviki.  Þar sem þetta er skóli og börn hugsa ekki alltaf rökrétt, þá hefði barn alveg eins getað orðið þarna á milli og þar með er þessi hurð slysagildra.  Og það finnast hurðarpumpur á rennihurðir alveg eins og á venjulegar hurðir.  

Ég er hjartanlega sammála mörgum af þeim sem blogga, að unglingar í dag (segja þeir ekki alltaf þetta sem eru komnir yfir þrítugt) eru margir hverjir illa upp aldir og þess vegna er þörf á því að sýna fordæmi.  En ÞETTA er ekki rétt fordæmi. 

Hér á landi er fólk lamið illa t.d. í miðbænum, stungið með hnífum, missir tennur og hvernig hljóma þeir dómar ?  Frá 100.000 kr. í skaðabætur og sjaldan yfir milljónina.  

Myndi skilja að dæma foreldra þeirra unglinga sem ganga um vísvitandi og slasa fólk, sbr. stúlkna-gengið sem við höfum lesið um nokkrum sinnum á undanförnum mánuðum.  Og ekki man ég til þess að foreldrar þeirra stúlkna þurfi að selja ofan af sér húsnæðið til að borga fyrir dæturnar.

Og fyrir nokkrum dögum les maður um dóm þar sem þrír menn fengu eftir að hafa ráðist vísvitandi á lögreglumenn að störfum.  Einn þeirra fékk 60 daga skilorðsbundið fangelsi og 2 voru sýknaðir.  Samt sem áður er sannað að þeir hafi vísvitandi ráðist á, slegið og sparkað löggæslumenn.  Ekki voru þeir dæmdir til miskabóta uppá fleiri milljónir.

Fórnarlömb nauðgunar og kynferðisafbrota fá kannski 200.000 kall ef vel liggur á dómaranum.

Nei mér finnst að þessir dómarar ættu að koma niður úr fílabeinsturninum sínum og reyna að skilja hvernig þjóðfélagið er uppbyggt og hvað sé refsivert og hvað ekki.  Og hvenær munum við, fólkið í landinu, gera eitthvað í þessu ? Halda mótmæli fyrir utan Héraðsdóm eða Hæstarétt ? Aldrei, við erum of góðu vön til að standa úti með skilti og mótmæla óréttlæti.  Við höfum ekki tíma til þess því við þurfum að vinna fyrir jeppanum og nýja sófasettinu og svo eigum við auðvitað pantaðan tíma í klippingu og þarmahreinsun.  En við erum andskoti góð í að dæma aðra á bloggsíðum landsins.

Þetta er einum of mikið.  Ekki nóg með að konan eigi barn sem er veik, heldur er hún sett á hausinn af hinu opinbera.  Guð hjálpi henni.

 


mbl.is Dæmd til að greiða kennara 10 milljónir í bætur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mig langar að benda þér á að lesa dóminn...stelpan var löngu komin inní kompuna og krakkarnir voru hættir að stríða henni...hún fór bara ekkert útúr kompunni aftur og um leið og kennarinn leit inn í kompuna þá skellti stelpan hurðinni á hausinn á kennaranum og gerði hana að 25% öryrkja..og hún hefur þar að auki verið frá vinnu sl. 2 1/2-3 ár eða stuttu eftir að slysið gerðist..

en ég er sammála að skaðabæturnar eru einstaklega spes

Tjásan (IP-tala skráð) 14.3.2008 kl. 14:48

2 Smámynd: Nanna Katrín Kristjánsdóttir

Mér er sama hversu lengi stelpan var inn í kompunni, þetta var augljóslega slys.  Ekki afsaka þetta.  Dómskerfið er fáranlegt og það hefði ekki átt að dæma stúlkuna.

Nanna Katrín Kristjánsdóttir, 14.3.2008 kl. 14:57

3 Smámynd: Snowman

Tjásan... það kemur skýrt fram í dómnum að það hafi ekki verið ásetningur stúlkunnar að skella á kennarann.  Þar af leiðandi hlýtur þetta að falla undir slys af gáleysi.  Ef kennarinn hefði stungið höfðinu á milli og talað við barnið og það þá hefði rennt hurðinni á kennarann, væri málið allt annað.  Og segðu mér annað, þegar þér var strítt sem barni (ef þér var strítt)  hugsaðir þú þá alltaf rökrétt og hegðaðir þér eftir því ?  Eða varst þú eins og flest börn eru, allir voru asnar og aumingja þú ?

Snowman, 14.3.2008 kl. 15:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband