Það er jú þessi sívinsæla umræða um reykingarbannið ? Nú hefur verið mikið í umræðunni að endurskoða þurfi þessi reykingarlög. Mér finnst það líka allt í lagi því þau hafa alls ekki verið þaulhugsuð heldur bara hent fram af einhverju "ekki-reykingarfólki".
Það eina sem var þaulhugsað var að láta þau ganga í gildi 1. júní. Þá er veðrið farið að skána og sumarið rétt að byrja. Ef reykingarbannið hefði tekið gildi 1. janúar, hefði Alþingi endað á þrettándabrennu.
En það er ekki bara að ég vorkenni þeim sem þurfa að hírast utandyra og sjúga þetta eitur í lungun, heldur er ég viss um að reykingarlögin bitni mest á "ekki-reykingarfólki". Ég mæli með því að það verði gerð athugun á því hversu mörgum sinnum fleiri veikindadagar hafa verið í ár, miðað við undanfarna vetur. Þetta aumingja fólk sem reykir, sem hafa verið fóðruð með tóbaki af ríkinu í fjöldan allan af árum, þarf núna að fara út fyrir hússins dyr til að reykja, og oftar en ekki í trekk, kulda og vosbúð. Síðan fer það aftur inn í hitann. Þetta er skólabókardæmi um hvernig best er að verða veikur. Og þegar reykingarfólkið verður veikt, hver er þá eftir til að vinna vinnuna þeirra ? "Ekki-reykingarfólkið" !!! Þessi heilbrigðu !!!
Ég viðurkenni að ég er einn þeirra sem stend utandyra nokkrum sinnum á dag og reyni að finna mér húsvegg sem er í meira skjóli en aðrir. Og þar sem ég vinn erum við fjölmörg sem hímum þarna. Ég er ekki að sjá að reykingarbannið sé að hjálpa fólki að hætta að reykja, þvert á móti. Það gerir fólki bara erfiðara fyrir, það tekur lengri tíma að fara og reykja og það bitnar á vinnunni. Svo á meðan ríkið selur þennan andskota og hann er löglegur, þá finnst mér óhæft að þeir setji svona lög.
Þegar reykingarfólk hefur ekki aðstöðu til að iðka þennan löst, þá verða þeir að reykja þar sem þeir geta. Ég veit að þrátt fyrir að það séu öskubakkar úti allt í kringum minn vinnustað, þá eru einnig ógrynni af stubbum út um allt. Og fólk hefur eingöngu einn griðastað eftir til að reykja innandyra, það er á eigin heimili... og á hverjum bitnar það ? Það bitnar á öðrum fjölskyldumeðlimum. T.d. börnum. Ég veit um fjölda dæma þar sem fólk gat reykt í lokuðu reykherbergi í vinnunni, við afslappandi aðstæður og hafði því ekki sömu þörf fyrir þessa "slappa-af-sígarettu". En með þessum lögum, þá kemur fólk stressað heim eftir vinnudaginn og sest svo niður í rólegheitunum og nýtur þess að slaka á með sígó og kaffi. Því það er jú staðreynd að áhrif reykinga hafa slakandi áhrif á líkamann... hvort sem það er óhollt eða ekki.
Að lokum spyr ég;
Reykingar eru óhollar !!! Já, það vita allir sem reykja. Alkóhól er líka óhollt, einnig selt af ríkinu og ekki er það bannað ??? Hvers vegna er það ?
Ég hef séð mörg slagsmálin í miðbæ Reykjavíkur vegna áfengis, ég hef séð mörg heimili fara í rúst vegna notkunar á áfengi og ég hef séð mörg dauðsföll sem rekja má til áfengisnotkunar.
En ég hef EKKI séð fólk fá aukna slagsmálaþörf af því það fékk sér sígó. Og ég hef ekki heldur séð fólk skilja eða drepa hvort annað því þörfin til þess var of mikil eftir heilan pakka af Winston.
Mér finnst öll hugsun í þessum lögum vera undarleg og algjörlega óhugsuð. Ef þeir vilja banna reykingar, þá banna þeir líka sölu á tóbaki. Svo er áfengið næst því við höfum jú ekki vit fyrir okkur.
Svo tökum við lottó og happdrættin því þau gætu líka eyðilagt einhverja og að endingu bönnum við bíla því það meiðast svo margir af þeirra völdum.
Fyrst þá fer þetta að verða gott.
Vilja leyfa reykingaherbergi á skemmtistöðum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggvinir
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ó takk fyrir þessi skrif vitri maður. Ég fæ næstum tár í augun við að lesa þau. Maður er búinn að lesa nokkur önnur blogg um þetta mál og manni líður vægast sagt sem einhverri gólfmottu sem á lítið betra skilið en sand og ösku vegna þess maður reykir.
Ég, sem reykingarmaður, er ekki að krefjast þess að fá að reykja aftur inni á þessum stöðum. Þó það væri æðislegt. Mér finnst bara óþarfi að manni skuli vera hent út. Svo má maður ekki einu sinni hafa drykkinn með sér! Mér finnst það ekki gráðugt að krefjast þess að geta drepið sig í friði og skjóli frá vondu veðri. Maður sér hvað hollustu-fólkið stekkur á þetta sem einhverja dauðadæmingu að fá kofa eða herbergi.
Það er verið að henda brauðmola í betlarann en ríka manninum fannst betlaranum ekki eiga það skilið því lifnaðarhættir betlarans voru ekki nógu góðir fyrir ríka manninn. Þannig hann reif brauðmolan af honum. Brauðmolinn var náttúrulega ekki nógu fínn fyrir ríka mannin svo hann henti honum. Betlarinn mátti allavega ekki fá hann.....Enda borðar ríkt fólk ekki betlaramat rétt eins og hollt-fólk reykir ekki.
"All the dude ever wanted was his rug back, not too greedy...." - The Big Lebowski.
Einar (IP-tala skráð) 13.2.2008 kl. 04:18
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.