ÖÖöööööhhh...

Já þið meinið ?  Er það bara ég sem á orðið erfitt með að skilja fréttaflutning mbl.is.  Hérna er smá kafli úr fréttinni.

Einstök lyf eru þó mun dýrari hér og önnur mun ódýrari, auk þess sem gengismunur á hverjum tíma hefur áhrif. Sem dæmi má nefna að daginn sem verðsamanburðurinn var gerður kostuðu 30 töflur af Casodex, hormónalyfi sem er algengt í krabbameinsmeðferð, sem svarar til 56.672 króna í Danmörku en 48.514 krónur á Íslandi. Þar er verðmunurinn 8.158 kr. íslenskum apótekum í vil.

Eins og sjá má er þetta lyf ódýrara á Íslandi en í Danmörku þrátt fyrir að þeir byrji greinina á að einstök lyf séu dýrari hér og sem dæmi má nefna.  En svo kemur næsti kafli... 

Aftur á móti kostuðu 98 töflur af Simvastatin, lyfi sem er blóðfitulækkandi, sem svarar 604 krónum í Danmörku en 4239 krónur á Íslandi. Þær eru með öðrum orðum 3635 krónum dýrari hér en í Danmörku.

Bíddu nú við.  Að þeirra sögn er þetta LÍKA ódýrara á Íslandi, enda eru 604 DKK tæpar 7000 ISK.  

Sem sagt... tekstinn byrjar á því að sýna mun, þ.e. að sum lyf eru ódýrari hér og önnur ekki, en enda svo á að sýna tvö lyf sem bæði eru ódýrari hérlendis. 

 

mbl.is... takið ykkur á, ráðið blaðamenn eða einhverja sem geta skrifað heila setningu án þess að skipta um skoðun. 


mbl.is Segja dýrustu lyfin ódýrari á Íslandi en Danmörku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband