Já þið meinið ? Er það bara ég sem á orðið erfitt með að skilja fréttaflutning mbl.is. Hérna er smá kafli úr fréttinni.
Einstök lyf eru þó mun dýrari hér og önnur mun ódýrari, auk þess sem gengismunur á hverjum tíma hefur áhrif. Sem dæmi má nefna að daginn sem verðsamanburðurinn var gerður kostuðu 30 töflur af Casodex, hormónalyfi sem er algengt í krabbameinsmeðferð, sem svarar til 56.672 króna í Danmörku en 48.514 krónur á Íslandi. Þar er verðmunurinn 8.158 kr. íslenskum apótekum í vil.
Eins og sjá má er þetta lyf ódýrara á Íslandi en í Danmörku þrátt fyrir að þeir byrji greinina á að einstök lyf séu dýrari hér og sem dæmi má nefna. En svo kemur næsti kafli...
Aftur á móti kostuðu 98 töflur af Simvastatin, lyfi sem er blóðfitulækkandi, sem svarar 604 krónum í Danmörku en 4239 krónur á Íslandi. Þær eru með öðrum orðum 3635 krónum dýrari hér en í Danmörku.
Bíddu nú við. Að þeirra sögn er þetta LÍKA ódýrara á Íslandi, enda eru 604 DKK tæpar 7000 ISK.
Sem sagt... tekstinn byrjar á því að sýna mun, þ.e. að sum lyf eru ódýrari hér og önnur ekki, en enda svo á að sýna tvö lyf sem bæði eru ódýrari hérlendis.
mbl.is... takið ykkur á, ráðið blaðamenn eða einhverja sem geta skrifað heila setningu án þess að skipta um skoðun.
![]() |
Segja dýrustu lyfin ódýrari á Íslandi en Danmörku |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Bloggar | 4.2.2008 | 12:38 (breytt kl. 13:22) | Facebook
Bloggvinir
Apríl 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | ||
6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 | 12 |
13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 | 19 |
20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 | 26 |
27 | 28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.